Rytas knúði fram oddaleik í úrslitaeinvígi litháíska körfuboltans með 69:68-heimasigri á Zalgiris Kaunas í fjórða leik liðanna í kvöld. Er staðan í einvíginu 2:2.
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hafði heldur rólegt um sig og gaf þrjár stoðsendingar og tók eitt frákast á rúmum 15 mínútum með Rytas.
Oddaleikurinn fer fram á laugardaginn kemur á heimavelli Zalgiris Kaunas.