Bjarki drjúgur og varð meistari

Bjarki Már Elísson er ungverskur meistari í handbolta.
Bjarki Már Elísson er ungverskur meistari í handbolta. Ljósmynd/HSÍ

Bjarki Már Elísson varð í kvöld ungverskur meistari í handbolta með Veszprém eftir 31:27-útisigur á Pick Szeged í oddaleik í úrslitaeinvígi liðanna.

Bjarki átti góðan leik fyrir Veszprém, skoraði sex mörk úr sjö tilraunum, þar af tvö úr þremur tilraunum af vítalínunni.

Veszprém hafnaði í öðru sæti deildarinnar og mætti því Pick Szeged, sem hafnaði í efsta sæti, í úrslitaeinvígi um ungverska meistaratitilinn.  

Þetta var langþráður titill fyrir Veszprém sem varð síðast meistari árið 2019. Næsta ár var mótinu hætt vegna kórónuveirunnar og Pick Szeged varð meistari 2021 og 2022. Félagið hefur hins vegar orðið meistari langoftast allra, eða 27 sinnum. Honvéd hefur unnið 14 sinnum og Szeged 5 sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert