Bjarki Már Elísson varð í kvöld ungverskur meistari í handbolta með Veszprém eftir sigur á Pick Szeged í oddaleik um meistaratitil Ungverjalands.
Eins og gefur að skilja voru Bjarki og félagar kátir þegar úrslitin voru ráðin í blálok leiks og tók íslenski landsliðsmaðurinn upp á því að sussa á stuðningsmenn upp í stúku.
Myndskeið af atvikinu má sjá hér fyrir neðan og fögnuðinum má sjá hér fyrir neðan.
Veszprém win the Hungarian Championship for the 27th time (!) after defeating Szeged 31-27 away - and qualify for the Champions League for the 29th time.#handball pic.twitter.com/sINVglBWyw
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 9, 2023