Heiðruð fyrir langan og glæsilegan feril

Guðríður Guðjónsdóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Guðmundur B. Ólafsson, formaður …
Guðríður Guðjónsdóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ. Ljósmynd/HSÍ

Handknattleikssamband Íslands heiðraði Hönnu Guðrúnu Stefánsdóttur með gullmerki á verðlaunahófi sínu í gær.

Hanna lagði handboltaskóna á hilluna á dögunum eftir 28 ára feril í meistaraflokki en hún hefur leikið samfleytt með Stjörnunni og Haukum frá þeim tíma, að undanskildu einu ári þegar hún lék sem atvinnumaður með Tvis Holstebro í Danmörku.

Hanna lék 142 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 458 mörk. Guðríður Guðjónsdóttir, formaður landsliðsnefndar kvenna, afhenti Hönnu gullmerki HSÍ og blómvönd sem þakklætisvott.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert