Sé ekki eftir einni sekúndu

Arnór Þór Gunnarsson lék 120 landsleiki fyrir Íslands hönd.
Arnór Þór Gunnarsson lék 120 landsleiki fyrir Íslands hönd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Þór Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Bergischer í þýsku 1. deildinni, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna þegar tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Hann tekur um leið að sér nýtt starf hjá félaginu í sumar, sem annar tveggja aðstoðarþjálfara liðsins.

„Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Ég er búinn að vera mjög slæmur í mjöðm síðasta tvö og hálft ár. Fyrir tveimur og hálfu ári var ég greindur með brjóskeyðingu í hægri mjöðm og svo hefur þetta bara versnað stöðugt með tímanum. Það er ein ástæðan. Svo er maður að verða 36 ára, maður er ekkert að yngjast!

Það er eitt og hálft ár síðan ég ákvað að þetta myndi verða mitt síðasta tímabil sem atvinnumaður og sem leikmaður í handbolta yfir höfuð,“ sagði Arnór í samtali við Morgunblaðið, spurður út í ástæður þess að skórnir færu nú á hilluna.

Aðspurður hvort það hafi komið til tals að halda áfram að spila með Bergischer sagði hann: „Það er eitt og hálft ár síðan við ræddum saman um að þetta myndi verða mitt síðasta tímabil þannig að það var alveg ákveðið.

Viðtalið við Arnór má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert