Íslendingaliðið tapaði úrslitaleiknum

Aron Pálmarsson og félagar í Aalborg töpuðu oddaleiknum.
Aron Pálmarsson og félagar í Aalborg töpuðu oddaleiknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson og félagar í Aalborg, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, máttu þola tap í oddaleik úrslitaeinvígi danska handboltans gegn GOG, 37:33, í Álaborg í dag. GOG er því danskur meistari annað árið í röð. 

Fyrsti leikur liðanna fór fram í Álaborg en þar vann GOG eins marks sigur, 31:30. Álaborgarliðið vann svo sterkan sigur, 34:29, í öðrum leik liðanna og því allt undir í dag. 

En það voru GOG-menn sem voru sterkari aðilinn og voru yfir mest allan leikinn. Aron skoraði tvö mörk fyrir Álaborgarliðið. 

Þetta er annar meistarasigur GOG í röð á Aalborg en í fyrra var Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður í liði GOG. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert