Íslendingaliðið Fredericia vann Skjern í dag, 28:25, í oddaleik um þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik.
Bæði lið höfðu unnið sinn leikinn hvort í einvíginu til þessa og var mikil spenna fyrir leikinn í dag.
Það var að lokum lið Fredericia, sem Guðmundur Þ. Guðmundsson þjálfar, sem vann þriggja marka sigur eftir að hafa verið einu marki undir í hálfleik.
Einar Þorsteinn Ólafsson komst ekki á blað fyrir Fredericia í dag.