Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið

„Að segja skilið við landsliðið er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum.

Snorri Steinn, sem er 41 árs, lék 257 A-landsleiki fyrir Ísland og vann til tvennra verðlauna með liðinu en hann lagði landsliðsskóna á hilluna árið 2016.

„Ég svaf ekki og var með magasár liggur við,“ sagði Snorri Steinn.

„Það var ekki bara út af því að ég væri að fara missa leikina heldur snérist þetta meira um vinina og tengslin sem þú varst búinn að mynda,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Viðtalið við Snorra Stein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert