Ágúst Þór Jóhannsson hefur skrifað undir nýjan samning við Val til fjögurra ára um að þjálfa áfram kvennalið félagsins í handknattleik.
Ágúst hefur stýrt Valsliðinu í sex ár, frá 2017. Liðið varð Íslandsmeistari í annað sinn undir hans stjórn á nýliðnu tímabili, sem og bikarmeistari í annað sinn, og þá hefur Valur á þessum tíma tvisvar orðið deildarmeistari.
Nýr samningur hans gildir til ársins 2027.