„Þarna var ég búinn að taka ákvörðun um að þetta væru lokametrarnir,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum.
Snorri Steinn, sem er 41 árs, gekk til liðs við Sélestat í Frakklandi árið 2014 eftir fjögur ár í Danmörku.
„Ég hætti að vera leikstjórnandinn Snorri Steinn sem var mjög óeigingjar leikmaður, ég ákvað að gefa skít í það og hugsa um sjálfan mig, og mér gengur bara fáránlega vel,“ sagði Snorri Steinn.
„Þjálfarinn er svo rekinn um áramótin og við tekur lélegasti þjálfari sem er til. Ég ætla ekki einu sinni að segja að hann sé sá lélegasti sem ég hef haft.
Ég held að hann sé ekki að horfa á þetta en hann var gjaldþrota slakur, og vondur maður liggur við,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.