Víkingur fær nýjan leikmann

Þorleifur Rafn Aðalsteinsson mun spila með Víkingi R. næstu tvö …
Þorleifur Rafn Aðalsteinsson mun spila með Víkingi R. næstu tvö árin. Ljósmynd/Víkingur

Handknattleiksdeild Víkings hefur samið við Þorleif Rafn Aðalsteinsson um að spila með liðinu næstu tvö tímabil. Þorleifur kemur til félagsins frá Fjölni.

Þorleifur er 23 ára rétthentur leikmaður getur leyst flestar stöður á vellinum en hann lék upp öll yngri landslið Íslands.

Víkingur mun spila í úrvalsdeild karla á næsta tímabili eftir að hafa komist upp úr 1. deild á nýafstöðnu tímabili, einmitt eftir sigur í úrslitaeinvígi gegn Fjölni.

„Þorleifur var að margra mati besti leikmaður úrslitakeppninnar um sæti í Olísdeildinni sem Víkingar sigruðu eftirminnilega. Það lýsir svo sannarlega styrk leikmanns að skara fram úr þegar allt er undir. Hann var okkur Víkingum gríðarlega erfiður og því kærkomið að jafn öflugur leikmaður og hann hafi vistaskipti yfir í Víking.

Þorleifur býr yfir gríðarlegri áræðni, sprengikrafti og útsjónarsemi og mun því nýtast okkur Víkingum afar vel.“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Víkings.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert