Grænlenska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í gær sæti á HM 2023 með 17:15-sigri á Kanada í Nuuk á Grænlandi í undankeppni Norður- og Mið-Ameríku.
Er þetta í annað sinn sem kvennalandslið Grænlands kemst á HM, það gerði liðið sömuleiðis árið 2001, fyrir 22 árum.
Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í nóvember og desember á þessu ári.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi Grænlandi hamingjuóskir á Twitter-aðgangi sínum af tilefninu og sagði ómögulegt að samgleðjast grannþjóðinni ekki.
Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland 🇬🇱 Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ
— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023