Tilnefndur sem sá besti í Þýskalandi

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábært tímabil í Þýskalandi.
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti frábært tímabil í Þýskalandi. mbl.is/Óttar Geirsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Magdeburg, er tilnefndur í kjörinu á besta leikmanni þýsku 1. deildarinnar keppnistímabilið 2022-23.

Gísli átti frábært tímabil með Magdeburg sem hafnaði tveimur stigum á eftir Kiel í baráttu liðanna um þýska meistaratitilinn en lokaumferð deildarinnar var leikin í gær.

Hans Óttar Lindberg, Daninn íslenskættaði sem leikur með Füchse Berlín, er einnig í sjö manna hópnum en hann sló markamet deildarinnar í vetur, 41 árs gamall, og er enn í fremstu röð.

Hinir fimm eru danski markvörðurinn Niklas Landin hjá Kiel, hornamaðurinn Samuel Zehnder frá Lemgo, skyttan Aaron Mensing frá Flensburg, skyttan Mathias Gidsel frá Füchse Berlín og línumaðurinn Johannes Golla frá Flensburg.

Hægt er að greiða atkvæði í kjörinu til fimmtudags á heimasíðu þýsku 1. deildarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert