Handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson, leikmaður Balingen, er tilefndur í kjörinu á besta leikmanni þýsku B-deildarinnar fyrir keppnistímabilið 2022/2023.
Oddur var á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar er Balingen vann hana og tryggði sér þannig sæti í 1. deildinni að nýju.
Skoraði hann 190 mörk í 34 leikjum og var í 11. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar.
Oddur er einn af sjö leikmönnum sem eru tilnefndir sem besti leikmaður B-deildarinnar.
Hægt er að greiða atkvæði í kjörinu til fimmtudags á heimasíðu þýsku B-deildarinnar.