„Gummi er stór hjá mér líka“

Guðmundur Þ. Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson.
Guðmundur Þ. Guðmundsson og Snorri Steinn Guðjónsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég skil alveg þessa pælingu og mér finnst það allt í lagi,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum.

Snorri Steinn, sem er 41 árs, tók við landsliðinu af Guðmundi Þórði Guðmundssyni en Guðmundur er þjóðhetja hér á landi eftir að hafa stýrt landsliðinu til tveggja verðlauna.

Eina leiðin að ná í úrslit

„Að Gummi sé stór hjá þjóðinni er ekkert óeðlilegt, Gummi er stór hjá mér líka,“ sagði Snorri Steinn.

„Hann hefur þrívegis verið landsliðsþjálfari, hann hefur náð í medalíur, og gerði Dani að Ólympíumeisturum. Það er ekkert að því að setja spurningamerki við reynsluna hjá mér.

Ég hef bara þjálfað Val, ekki landslið, og ég get ekki breytt því. Ég get ekki farið út í búð og keypt mér reynslu, það virkar ekki þannig.

Eina leiðin fyrir mig til þess að vinna einhvern á mitt band er að ná í úrslit og ég ætla ekki að tala mig inn í einhverjar vinsældir, það virkar ekki þannig“ sagði Snorri Steinn meðal annars.

Viðtalið við Snorra Stein í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert