Tveir lykilmenn áfram á Ísafirði

Endijs Kusners verður áfram á Ísafirði næstu tvö árin.
Endijs Kusners verður áfram á Ísafirði næstu tvö árin. Kristinn Magnússon

Lettinn Endijs Kusners og Japaninn Kenya Kasahara hafa skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleikslið Harðar á Ísafirði. 

Kusners hefur verið í herbúðum Harðar undanfarin þrjú ár. Hann skoraði til að mynda 66 mörk í 18 úrvalsdeildarleikjum með Herði á nýliðnu tímabili en það dugði liðinu ekki til að halda sér uppi, en það leikur í 1. deildinni á næsta tímabili,

Kasahara snýr aftur í herbúðir Harðar fyrir næsta tímabil eftir árs fjarveru. Japaninn lék með Ísafjarðarliðinu í 1. deildinni árið 2021/22 og var lykilmaður. Liðið stóð uppi sem sigurvegari þá, og með þessum tíðindum virðist stefnan vera sú sama á komandi leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert