Danskur handbolti út í geim

Danir eru heimsmeistarar í handbolta.
Danir eru heimsmeistarar í handbolta. AFP

Danskur handbolti verður með í farangrinum í næstu ferð geimfara út í Alþjóðlegu geimstöðina ISS í ágústmánuði.

Daninn Andreas Mogensen er í hópi geimfara sem eru á leið út í ISS en hann fer þangað í annað skipti og dvelur þar í sex mánuði.

Mogensen hyggst í leiðinni kynna menningarsögu þjóðar sinnar og verður fyrir vikið með handbolta meðferðis í farangrinum, enda eru Danir heimsmeistarar í íþróttinni. Fréttastofa TT segir að handboltinn hafi þegar verið sendur til Flórída vegna geimskotsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert