Evrópumeistarar undanfarinna tveggja ára Barcelona unnu sex marka sigur á París SG, 37:31, í bronsleik Meistaradeildar karla í handknattleik í Köln í dag.
Börsungar duttu úr leik fyrir Íslendingaliði Magdeburg í gær en Parísarliðið tapaði fyrir Hauki Þrastarsyni og félögum í Kielce. Úrslitaleikur þeirra verður klukkan fjögur í dag.
Slóveninn Blaz Janc var markahæstur í liði Börsunga með sjö mörk. Í liði Parísar voru Kamil Syprzak og Sadou N'Tanzi einnig með sjö mörk.