Barcelona hafnaði í þriðja sæti

Blaz Janc skýtur að marki París SG í leiknum í …
Blaz Janc skýtur að marki París SG í leiknum í dag. AFP/Roberto Pfeil

Evr­ópu­meist­ar­ar undanfarinna tveggja ára Barcelona unnu sex marka sig­ur á Par­ís SG, 37:31, í brons­leik Meist­ara­deild­ar karla í hand­knatt­leik í Köln í dag.

Börsung­ar duttu úr leik fyr­ir Íslend­ingaliði Mag­deburg í gær en Par­ís­arliðið tapaði fyr­ir Hauki Þrast­ar­syni og fé­lög­um í Kielce. Úr­slita­leik­ur þeirra verður klukk­an fjög­ur í dag.

Slóven­inn Blaz Janc var marka­hæst­ur í liði Börsunga með sjö mörk. Í liði Par­ís­ar voru Kamil Syprzak og Sa­dou N'T­anzi einnig með sjö mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert