Fyrstu orð Gísla eftir meiðslin

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik. mbl.is/Óttar Geirsson

Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson bað liðsfélaga sína í Magdeburg um að vinna leikinn fyrir sig í fyrstu orðunum sem hann sagði eftir að hafa farið úr axlarlið í undanúrslitasigri Magdeburg á Barcelona í Meistaradeildinni í handbolta í Köln í gær. 

Á Twitter-síðu Meistaradeildarinnar kemur fram hver fyrstu orð Gísla voru eftir meiðslin, en þau voru einföld og skýr. „Vinnið þetta fyrir mig,“ sagði Gísli. 

Magdeburg tryggði sér sæti í úrslitaleiknum eftir tvíframlengingu og vítakeppni. Þýska liðið mætir svo Kielce í úrslitaleiknum klukkan fjögur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert