Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburg, spilar nú úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.
Gísli meiddist illa á öxl í undanúrslitum gegn Barcelona í gær og sagði þjálfari hans, Bennet Wiegert, að hann hafi farið úr axlarlið og að búast mætti við að hann yrði lengi frá.
Gísli mætti hins vegar öllum að óvörum út á gólf fyrir leikinn til að hita upp og virtist ekki kenna sér meins í öxlinni. Hann hefur þá spilað og skorað fjögur mörk þegar að ein mínútu er liðin af síðari hálfleik. Staðan er 18:16 fyrir pólska liðinu.
Hér fyrir neðan má sjá ummæli um handknattleikskappann:
Gísli Þorgeir Kristjánsson👑
— Arnar Daði (@arnardadi) June 18, 2023
What a fucking man😨
Vol2👌#Handkastið pic.twitter.com/FZ0u4JC35H
Það að Gísli Þorgeir hafi komið inná hér í fyrri hálfleik, skorað þrú mörk og gefið stoðsendingar er eitt það ótrúlegasta sem ég hef orðið vitni að í íþróttum. Þessi drengur fór úr axlarlið í gær (skothöndin). Sú virðing sem ég hef fyrir þessum magnaða íþróttamanni er ómæld.
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) June 18, 2023
Gísli Þorgeir Kristjánsson er búinn til úr einhverju allt öðru en við hin.
— Stefán Árnason (@StefanArnason) June 18, 2023