Gísli lofsunginn á samfélagsmiðlum

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsmaðurinn Gísli Þor­geir Kristjáns­son, leikmaður Mag­deburg, spilar nú úr­slita­leik Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í handknattleik.

Gísli meidd­ist illa á öxl í undanúrslitum gegn Barcelona í gær og sagði þjálf­ari hans, Benn­et Wie­gert, að hann hafi farið úr axl­arlið og að bú­ast mætti við að hann yrði lengi frá.

Gísli mætti hins­ veg­ar öll­um að óvör­um út á gólf fyr­ir leik­inn til að hita upp og virt­ist ekki kenna sér meins í öxl­inni. Hann hefur þá spilað og skorað fjögur mörk þegar að ein mínútu er liðin af síðari hálfleik. Staðan er 18:16 fyrir pólska liðinu.

Hér fyrir neðan má sjá ummæli um handknattleikskappann:

 

 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert