Gísli og félagar Evrópumeistarar

Liðsmenn Magdeburg fagna í leikslok.
Liðsmenn Magdeburg fagna í leikslok. AFP/Roberto Pfeil

Magdeburg og Kielce mættust í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í handknattleik í dag en leikið var í Köln í Þýskalandi. Leikurinn var hnífjafn og æsispennandi allt til enda og endaði með sigri Magdeburg eftir framlengdan leik, 30:29.

Pólsku meistararnir í Kielce voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og höfðu frumkvæðið lengst af, liðið leiddi þegar flautað var til hálfleiks, 15:13.

Liðsmenn Magdeburg komu sterkir til baka í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 26:26, og var því leikurinn framlengdur.

Framlengingin var æsispennandi en Magdeburg var með frumkvæðið. Fór svo að lokum að þýska liðið vann eins marks sigur, 30:29.

Alex Dujshebaev átti frábæran leik fyrir Kielce og skoraði 8 mörk en Kay Smits var markahæstur í liði Magdeburg með 8 mörk.

Gísli Þorgeir Kristjánsson átti ótrúlega endurkomu í lið Magdeburg í dag eftir að hafa meiðst illa í undanúrslitaleiknum í gær en Gísli skoraði 6 mörk og lagði upp 2 mörk í dag.

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og Haukur Þrastarson, leikmaður Kielce, spiluðu ekki í dag vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka