„Það var geggjað að lyfta bikar og þetta var líka í fyrsta skiptið sem ég lyfti bikar,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvennaliðs Vals í handknattleik, í Dagmálum.
Sigríður, sem er 31 árs, varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á dögunum í Vestmannaeyjum eftir að Valur hafði betur gegn ÍBV í úrslitum Íslandsmótsins, 3:1.
„Það var hræðilegt veður þennan daginn og okkur var kippt hressilega niður á jörðina með þriggja tíma Herjólfssiglingu inn í Þorlákshöfn,“ sagði Sigríður.
„Hálfur báturinn var kastandi upp og þetta er hræðilegasta Herjólfsferð sem ég hef farið í,“ sagði Sigríður meðal annars.
Viðtalið við Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.