„Sem leikmaður í atvinnumennskunni þá var ég kannski aðeins of mikið að hugsa um næsta samning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum.
Snorri Steinn, sem er 41 árs, lék sem atvinnumaður í 14 ár í Þýskalandi, Danmörku og Frakklandi áður en hann snéri aftur heim til Íslands og samdi við uppeldisfélag sitt Val árið 2017.
„Í Frakklandi þá fór maður aðeins að staldra við enda fann ég þá að þetta var að klárast,“ sagði Snorri Steinn.
„Á sama tíma er ekkert óeðlilegt við það að 25 ára strákur í Evrópu sé að elta nýjan og betri samning,“ sagði Snorri Steinn meðal annars.