Kraftaverkastrákurinn Gísli

Gísli Þorgeir Kristjánsson er mættur aftur á völlinn.
Gísli Þorgeir Kristjánsson er mættur aftur á völlinn. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Magdeburg, er skráður á leikskýrslu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem nú stendur yfir.

Gísli meiddist illa á öxl og sagði þjálfari hans, Bennet Wiegert, að hann hafi farið úr axlarlið og að búast mætti við að hann yrði lengi frá.

Gísli mætti hins vegar öllum að óvörum út á gólf fyrir leikinn til að hita upp og virtist ekki kenna sér meins í öxlinni.

Hann kom inn á eftir um 17 mínútna leik og skoraði mark í fyrstu sókn sinni. Lýsari EHF TV trúði vart sínum eigin augum og kallaði Gísla kraftaverkastrákinn í þann mund sem hann skoraði eitt af þremur mörkum sínum í fyrri hálfleik, en staðan í leikhléi er 15:13, Kielce í vil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert