Lést á úrslitaleiknum

Starfsmenn íþróttahallarinnar drógu upp dúk til að hindra útsýni áhorfenda …
Starfsmenn íþróttahallarinnar drógu upp dúk til að hindra útsýni áhorfenda yfir blaðamannastúkuna þegar hugað var að hinum látna. AFP/Roberto Pfeil

Pólskur blaðamaður sem sérhæfir sig í málefnum pólska félagsins Kielce lést í seinni hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Kielce tapaði fyrir Magdeburg.

Leikurinn var stöðvaður og strax tilkynnt um að neyðaratvik ætti sér stað í stúkunni. Um það bil stundarfjórðungs hlé var gert á leiknum á meðan hugað var að manninum.

Þegar veitt hafði verið fyrsta hjálp og sjúkraflutningsmenn höfðu flutt blaðamanninn Lanxess Arena í Köln var leiknum haldið áfram.

Evrópska handknattleikssambandið, EHF, tilkynnti í kvöld á Twitter síðu sinni að blaðamaðurinn hefði látið lífið og hugur allra væri hjá fjölskyldu, vinum og aðstandendum hins látna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert