Pólskur blaðamaður sem sérhæfir sig í málefnum pólska félagsins Kielce lést í seinni hálfleik í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem Kielce tapaði fyrir Magdeburg.
Leikurinn var stöðvaður og strax tilkynnt um að neyðaratvik ætti sér stað í stúkunni. Um það bil stundarfjórðungs hlé var gert á leiknum á meðan hugað var að manninum.
Þegar veitt hafði verið fyrsta hjálp og sjúkraflutningsmenn höfðu flutt blaðamanninn Lanxess Arena í Köln var leiknum haldið áfram.
Evrópska handknattleikssambandið, EHF, tilkynnti í kvöld á Twitter síðu sinni að blaðamaðurinn hefði látið lífið og hugur allra væri hjá fjölskyldu, vinum og aðstandendum hins látna.
The EHF mourns the death of a media colleague at the TRUCKSCOUT24 EHF FINAL4. He was medically treated in the second half of the final, but sadly passed away. Our thoughts and prayers are with his family, friends and relatives.
— EHF Champions League (@ehfcl) June 18, 2023