Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við ÍBV.
Kári, sem verður 39 ára á árinu, var fyrirliði og lykilmaður í liði ÍBV sem varð Íslandsmeistari í maí.
Línumaðurinn hóf feril sinn hjá ÍBV og lék þar til 2005. Þá fór hann til Hauka og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari. Hann hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Sviss, Þýskalandi og Danmörku og hefur leikið fjölda landsleikja.