Tekur enn eitt árið í Eyjum

Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði ÍBV, með Íslandsbikarinn.
Kári Kristján Kristjánsson, fyrirliði ÍBV, með Íslandsbikarinn. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við ÍBV. 

Kári, sem verður 39 ára á árinu, var fyrirliði og lykilmaður í liði ÍBV sem varð Íslandsmeistari í maí. 

Línumaðurinn hóf feril sinn hjá ÍBV og lék þar til 2005. Þá fór hann til Hauka og varð tvisvar sinn­um Íslands­meist­ari. Hann hef­ur einnig leikið sem at­vinnumaður í Sviss, Þýskalandi og Dan­mörku og hef­ur leikið fjölda lands­leikja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert