„Þetta var algjör þvæla“

„Það mátti enginn mæta á leiki og svo máttum við allt í einu æfa, ef það væri hólfaskipt,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvennaliðs Vals í handknattleik, í Dagmálum.

Sigríður, sem er 31 árs, var leikmaður HK þegar kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi en liðið var í 4. sæti þegar ákveðið var að hætta keppni vegna faraldursins.

„Þetta var algjör þvæla enda vorum við allar að nota sömu boltana, sem voru allir með harpexi, þannig að við vorum allar að snerta sömu hlutina alltaf,“ sagði Sigríður.

„Það var erfitt að átta sig á skynseminni á bak við þetta en við fylgdum engu að síður öllum reglum,“ sagði Sigríður meðal annars.

Viðtalið við Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sigríður Hauksdóttir.
Sigríður Hauksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert