Tekur með sér nóg af nesti í landsliðsferðir

„Ég er grænmætisæta og það getur verið mjög flókið að ferðast með landsliðinu,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvennaliðs Vals í handknattleik, í Dagmálum.

Sigríður, sem er 31 árs, á að baki 21 A-landsleik þar sem hún hefur skorað 48 mörk en hún var valin í landsliðið í fyrsta sinn árið 2018.

„Ef við erum að fara til landa, sem ég veit að eru ekki framarlega á þessum vettvangi, þá tekur maður með sér nóg af nesti,“ sagði Sigríður.

„Ég fylli bara töskuna og það er bara staðan í dag,“ sagði Sigríður meðal annars.

Viðtalið við Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sigríður Hauksdóttir.
Sigríður Hauksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert