Þá var hann kominn í sinn ham

„Það fer aðeins eftir því hvað er fram undan hjá liðinu, hversu léttur eða alvarlegur hann er,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvennaliðs Vals í handknattleik, í Dagmálum.

Sigríður, sem er 31 árs, gekk til liðs við Val frá HK síðasta sumar en Ágúst Jóhannsson hefur stýrt Valsliðinu frá árinu 2017.

„Stelpurnar töluðu alltaf um Framvikuna, áður en ég kom, og þá var leikur við Fram fram undan,“ sagði Sigríður.

„Þá var hann kominn í sinn ham en hann er geggjaður og ég er mjög ánægð með hann,“ sagði Sigríður meðal annars.

Viðtalið við Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert