„Gústi [Ágúst Jóhannsson] hafði samband við mig og hann var í raun bara að forvitnast hvað ég ætlaði mér að gera og hvort ég ætlaði að halda áfram í handbolta,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvennaliðs Vals í handknattleik, í Dagmálum.
Sigríður, sem er 31 árs, gekk til liðs við Val frá HK síðasta sumar eftir ellefu ár í herbúðum Kópavogsliðsins en hún eignaðist sitt fyrsta barn í mars á síðasta ári.
„Ég ákvað á þeim tímapunkti að það gæti verið gaman að takast á við stærri áskorun svona undir lok ferilsins,“ sagði Sigríður.
„Ég er ekki viss um að ég hefði gert þetta eins ef ég hefði verið að fara aftur í HK.
Þetta var þokkalega erfið meðganga hjá mér og það var erfitt að koma tilbaka,“ sagði Sigríður meðal annars.
Viðtalið við Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.