Færeyjar í milliriðil

Hákun West Av Teigum skorar eitt af ellefu mörkum sínum …
Hákun West Av Teigum skorar eitt af ellefu mörkum sínum í dag. Ljósmynd/IHF

Færeyjar eru komnar áfram í milliriðil á heimsmeistaramóti U21-árs landsliðs karla í handknattleik eftir sigur gegn Japan í D-riðli keppninnar í Magdeburg í Þýskalandi í dag.

Leiknum lauk með fimm marka sigri Færeyja, 39:34, en Elias Ellefsen á Skipagötu fór á kostum í leiknum og skoraði 11 mörk eins og Hákun West Av Teigum.

Færeyjar eru með 4 stig í öðru sæti riðilsins, eins og Spánn, en Japan og Angóla eru bæði án stiga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert