Handknattleiksmaðurinn Anton Rúnarsson er kominn aftur til liðs við Valsmenn eftir að hafa leikið með Emsdetten í Þýskalandi undanfarin tvö ár.
Valsmenn skýrðu frá heimkomu hans í dag og Anton verður í þremur hlutverkum hjá félaginu. Hann verður yfirþjálfari yngri flokka, annar tveggja aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla, og mun auk þess spila með Valsliðinu.
Anton hefur leikið allan sinn feril á Íslandi með Val en hann lék á árum áður með Nordsjælland í Danmörku og Emsdetten. Hann fór síðan aftur til þýska félagsins 2021 og lék með því í B-deildinni veturinn eftir og síðan í C-deildinni á nýliðnu tímabili.