Þríburar saman í landsliðinu

Það er smávegis svipur með þríburunum.
Það er smávegis svipur með þríburunum. Ljósmynd/IHF

Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, vakti í dag athygli á því á heimasíðu sinni að þríburar eru um þessar mundir í eldlínunni með U21-árs landsliði Túnis á HM 2023 í Þýskalandi og Grikklandi.

Ekki er óþekkt að systkini séu samherjar í landsliðum en leiða má að því líkum að tilfelli Túnis sé einstakt í heiminum þar sem þríburarnir Yassine, Amine og Anis Ben Salem eru allir í leikmannahópi liðsins.

Ekki fylgir sögunni hvort þeir séu eineggja en það er ekki alls kostar ólíklegt miðað við ofangreinda ljósmynd af þeim bræðrum.

Yassine og Amine eru í lykilhlutverkum hjá liði Túnis, sem er búið að tryggja sér sæti í milliriðlum með því að vinna tvo leiki af þremur í B-riðli, en Amin er í minna hlutverki.

Þó hefur komið fyrir að allir þrír hafi verið inni á vellinum á sama tíma en þeir klæðast keppnistreyjum 3, 13 og 33.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka