Ekki í þessu fyrir peningana

„Þetta er miklu meiri áhugamennska heldur en hitt,“ sagði Sigríður Hauksdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari kvennaliðs Vals í handknattleik, í Dagmálum.

Sigríður, sem er 31 árs, varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á dögunum en hún er einnig í fullri vinnu hjá Alvotech.

„Ég er í fullri vinnu og það er mín innkoma,“ sagði Sigríður.

„Ég er að þessu að því að mér finnst þetta gaman, ég er ekki í þessu fyrir peningana,“ sagði Sigríður meðal annars.

Viðtalið við Sigríði í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Sigríður Hauksdóttir.
Sigríður Hauksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka