Handknattleiksmaðurinn Stiven Tobar Valencia er genginn til liðs við Benfica í Portúgal.
Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Stiven, sem er 22 ára gamall, skrifaði undir tveggja ára samning í Portúgal.
Hann kemur til félagsins frá uppeldisfélagi sínu Val þar sem hann hefur leikið allan sinn feril en hann hefur verið í lykilhlutverk á Hlíðarenda undanfarin ár.
Hornamaðurinn mun leika í treyju númer 7 hjá félaginu en Benfica hafnaðu í 3. sæti portúgölsku 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 69 stig. Porto stóð uppi sem sigurvegari með 75 stig og Sporting hafnaði í öðru sæti með 74 stig en fjórtán lið leika í portúgölsku 1. deildinni.
Stiven lék sína fyrstu A-landsleiki á árinu, gegn Tékklandi, Eistlandi og Ísrael, og skoraði sín fyrstu landsliðsmörk gegn Tékkum í Laugardalshöllinni hinn 12. mars.