Velti því fyrir mér hvernig þetta sé hægt

Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum um síðustu helgi.
Gísli Þorgeir Kristjánsson fór á kostum um síðustu helgi. Ljósmynd/@SCMagdeburg

„Ég hef aldrei, sem betur fer, farið alveg úr axlarlið,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson, betur þekktur sem Gummi Ben, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um handboltamanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson.

Stórbrotinn íþróttamaður

Gísli Þorgeir fór á kostum um á dögunum þegar félagslið hans Magdeburg varð Evrópumeistari en leikstjórnandinn var meðal annars valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar í Köln.

„Hann er orðinn einhver sérfræðingur í því og það er ótrúlegt að fylgjast með þessum dreng,“ sagði Gummi.

„Hann er stórbrotinn íþróttamaður og einn af bestu handboltamönnum heims í dag.

Ég velti því fyrir hvernig þetta sé hægt, að spila svona eftir að hafa farið úr axlarlið deginum áður,“ sagði Gummi meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka