Færeyingar héldu áfram sigurgöngu sinni á heimsmeistaramóti 21-árs liða karla í handknattleik í dag þegar þeir unnu sannfærandi sigur á Portúgölum í Hannover í Þýskalandi, 27:19.
Þar með unnu Færeyingar sinn milliriðil á fullu húsi, sex stigum, og leika ásamt Portúgölum í átta liða úrslitunum en Portúgal fékk fjögur stig.
Bjarni í Selvindi og Bogi Hansen voru markahæstir Færeyinga með 8 mörk hvor en stjörnur liðsins, Elias Ellefsen á Skipagötu og Hákon West av Teigum, höfðu hægt um sig og skoruðu ekki í dag.
Nú bendir allt til þess að Ísland mæti Portúgal og Færeyjar mæti Serbíu í átta liða úrslitum.
Íslensku strákarnir eru með góða forystu í hálfleik gegn Egyptum, 18:13, í lokaumferðinni í milliriðli fjögur.
Ísland má tapa leiknum með fjögurra marka mun, en færi samt áfram. Tapist leikurinn með einu til fjórum mörkum leika Íslendingarnir gegn Færeyjum í átta liða úrslitum.