Mikill liðsstyrkur til Eyja

Ásdís Guðmundsdóttir, til vinstri, í leik gegn ÍBV.
Ásdís Guðmundsdóttir, til vinstri, í leik gegn ÍBV. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleikskonan Ásdís Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við bikarmeistara ÍBV.

Ásdís er 25 ára línumaður að norðan sem á að baki tíu landsleiki fyrir Ísland. Síðast lék hún með Skara HF í Svíþjóð en í kringum áramótin í fyrra flutti hún heim og tók sér pásu frá handboltanum. 

Ásdís var í stóru hlutverki hjá Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs árið 2021 en hún er uppalin á Akureyri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka