Óli Stef hættir hjá Erlangen

Ólafur Stefánsson í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu eftir langan …
Ólafur Stefánsson í kveðjuleik sínum með íslenska landsliðinu eftir langan og magnaðan feril. mbl.is/Ómar Óskarsson

Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson, jafnan þekktur sem Óli Stef, hefur lokið störfum hjá þýska 1. deildarliðinu HC Erlangen í Þýskalandi.

Ólafur hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins um nokkurt skeið en hann mun nú róa á önnur mið. Í samtali við Vísi í morgun að honum hafi ekki líkað það þegar þjálfari liðsins, Raúl Alonso, hætti þjálfun og Hartmut Mayerhoffer var ráðinn í hans stað.

Telur hann að framhjá honum hafi verið gengið en Alonso færði sig um set hjá félaginu og sinnir nú starfi íþróttastjóra Erlangen. Óli Stef leitar nú að næsta verkefni og er búinn að gera starfslokasamning við Erlangen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert