„Bilað álag á líkamann“

Gísli Þorgeir Kristjánsson.
Gísli Þorgeir Kristjánsson. Ljósmynd/@SCMagdeburg

„Auðvitað er þetta bilað álag en mér finnst samt ekkert að því að spila þétt,“ sagði handbolta- og landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson í Fyrsta sætinu. 

Svipað álag og í NBA

Gísli Þorgeir, sem er 24 ára gamall, er lykilmaður hjá stórliði Magdeburg í Þýskalandi en hann varð Evrópumeistari með liðinu á síðustu leiktíð.

„Leikjaálagið er svipað og í NBA-deildinni í körfubolta,“ sagði Gísli.

„Mér finnst það allt í lagi en NBA-leikmaðurinn fær tvo til þrjá mánuði í sumarfrí á meðan við fáum þrjár til fjórar vikur.

Þetta er bilað álag á líkamann og skrokkinn og það væri gott að fá smá tíma að anda í lok tímabils,“ sagði Gísli Þorgeir meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert