Handknattleiksdeild Harðar hefur gengið frá samningi við tyrkneska leikmanninn Tugberk Catkin. Hann kemur til Harðar frá Sport Toto í heimalandinu.
Catkin er 32 ára gömul vinstri skytta. Hann hefur leikið með tyrkneska landsliðinu og ætti að styrkja lið Harðar.
Hörður féll úr efstu deild á síðustu leiktíð, en Ísafjarðarliðið lék í deild þeirra bestu í fyrsta skipti.