Fyrsti sigurinn var stórsigur

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt.
Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt. mbl.is/Óttar Geirsson

Rhein-Neckar Löwen vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í efstu deild Þýskalands í handbolta í kvöld er liðið skellti Erlangen á heimavelli, 34:24.

Valsararnir Ýmir Örn Gíslason og Arnór Snær Óskarsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Löwen. Ýmir hefur leikið með Löwen frá árinu 2020, en Arnór kom til félagsins fyrir tímabilið.

Löwen, sem er ríkjandi bikarmeistari, er í ellefta sæti með þrjú stig eftir þrjá leiki.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert