Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, gæti gengið í raðir Þýskalandsmeistara Kiel.
Håndballrykter, sem sérhæfir sig í norskum handbolta, greinir frá á X (áður Twitter) í kvöld. Sigvaldi er sem stendur leikmaður Kolstad í Noregi.
Sigvaldi, sem oftast er mjög áberandi í leikjum Kolstad, hefur lítið látið fyrir sér fara í síðustu leikjum með norska meistaraliðinu.
Félagið er illa statt fjárhagslega og þurfti íslenski hornamaðurinn að taka á sig stóra launalækkun eftir síðasta tímabil.
Janus Daði Smárason var einnig hjá Kolstad, en hann er nú kominn með Evrópumeistara Magdeburgar.
💥Kolstad —> Kiel💥
— Håndballrykter (@handballrykter) September 24, 2023
Det skal ha seg slik at Kiel er interessert i Kolstads islandske høyrekant Sigvaldi Gudjonsson!
Det skal være pågående samtaler om umiddelbar overgang, Kiel virker til å være svært så sultne på islendingen!@merhandball