Anton og Jónas dæma á EM

Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dæma á lokamóti EM.
Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dæma á lokamóti EM. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða á meðal 18 dómarapara á Evrópumóti karla í byrjun næsta árs.

Handknattleikssamband Evrópu staðfesti tíðindin í dag. Er um þriðja Evrópumótið í röð sem þeir félagar dæma saman.

Anton og Jónas hafa myndað fremsta dómarapar landsins undanfarin ár, en Anton hefur einnig dæmt á lokamóti EM með Hlyni Leifssyni.

Ísland verður á meðal keppnisþjóða á mótinu og er í C-riðli ásamt Ungverjalandi, Serbíu og Svartfjallalandi. Verður riðilinn leikinn í München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka