Jafnt í botnslagnum á Akureyri

Hanna Guðrún Hauksdóttir sækir á vörn KA/Þórs í kvöld.
Hanna Guðrún Hauksdóttir sækir á vörn KA/Þórs í kvöld. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

KA/Þór og Stjarnan eru enn einu sigurlausu liðin í úrvalsdeild kvenna í handbolta eftir að þau gerðu 24:24-jafntefli á heimavelli fyrrnefnda liðsins á Akureyri í kvöld. Liðin eru enn í tveimur neðstu sætunum með eitt stig hvort.

Stjarnan var með undirtökin í fyrri hálfleik og fór með 15:10-forskot í hálfleikinn. Í stöðunni 17:12 hrökk KA/Þór í gang, því nokkrum mínútum síðar var staðan orðin 17:16.

KA/Þór náði í kjölfarið forystu og var með 22:18-forskot þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Stjarnan neitaði hins vegar að gefast upp og tryggði sér jafntefli með góðum endaspretti.

Mörk KA/Þórs: Rakel Sara Elvarsdóttir 6, Nathalia Soares Baliana 5, Telma Lísa Elmarsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Kristín A. Jóhannsdóttir 4, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2.

Varin skot: Matea Lonac 15.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 8, Embla Steindórsdóttir 5, Vigdís Arna Hjartardóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Stefanía Theodórsdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1, Kristín Guðmundsdóttir 1, Ivana Jorna Meincke 1.

Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 9, Sigrún Ásta Möller 2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert