HM í handbolta á Íslandi?

Ísland gæti leikið á heimavelli á HM.
Ísland gæti leikið á heimavelli á HM. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleikssamband Íslands hefur ásamt samböndum Danmerkur og Noregs sótt um að halda HM karla í handbolta árið 2029 eða 2031.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti tíðindin við RÚV í dag. HSÍ hefur, ásamt samböndum Danmerkur og Noregs, sent formlega beiðni til Alþjóða handknattleikssambandsins um að halda mótið.

Ljóst er að ný þjóðarhöll verður að vera klár til að Ísland geti tekið þátt í að halda stórmót, en vonir standa til að hún verði í fyrsta lagi klár í lok árs 2026.

Ísland hefur einu sinni áður haldið heimsmeistaramót, en það var árið 1995.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert