Handboltamaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson átti flottan leik þegar Amo og Alingsas skildu jöfn, 35:35, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Arnar Birkir var næst markahæstur í Amo en hann skoraði sex mörk fyrir liðið sem er nú í sjötta sæti deildarinnar með níu stig eftir átta leiki.
Amo hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli á tímabilinu þegar átta leikir eru búnir en töpuðu síðustu tveimur leikjum á undan leiknum í dag.