Stórsigur í fyrsta leik Snorra

Aron Pálmarsson skýtur að marki færeyska liðsins í kvöld.
Aron Pálmarsson skýtur að marki færeyska liðsins í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ísland vann frændur okkar frá Færeyjum auðveldlega 39:24 í fyrri vináttuleik liðanna í Laugardalshöll í kvöld. Þetta var jafnfram fyrsti leikur Snorra Steins Guðjónssonar sem þjálfara karlalandsliðsins í handbolta.

Leikurinn hófst af miklum krafti og báðum liðum mistókst að skora úr sínum fyrstu sóknum áður en Janus Daði Smárason skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum. Liðin skiptust síðan á að skora, jafna og komast yfir fyrstu 24 mínútur leiksins í mjög hröðum handboltaleik.

Þegar um sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var eins og drægi af færeyska liðinu og strákarnir okkar juku forskotið hægt og þétt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks.

Elvar Örn Jónsson sækir að marki í kvöld.
Elvar Örn Jónsson sækir að marki í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markahæstir í fyrri hálfleik voru þeir Elliði Snær Viðarsson fyrir Ísland og Óli Mittún fyrir Færeyjar. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 7 skot í fyrri hálfleik fyrir Ísland en Pauli Jacobsen varði 5 skot fyrir Færeyjar.

Staðan í hálfleik 20:15 fyrir Ísland.

Janus Daði Smárason sækir að færeyska markinu í kvöld.
Janus Daði Smárason sækir að færeyska markinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðari hálfleikur var algjör einstefna. Íslenska liðið hélt áfram að auka forystuna jafnt og þétt og léku strákarnir á als oddi. Snorri Steinn þjálfari liðsins skipti flestum af reynsluboltum Íslands útaf og leyfði minna reyndum að spila.

Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld.
Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leiknum lauk með 15 marka sigri, 39:24.

Markahæstir í Íslenska liðinu voru Elliði Snær Viðarsson með 10 mörk, Ómar Ingi Magnússon með 8 mörk og Elvar Örn Jónsson með 4 mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði í heildina 18 skot og þar af eitt vítaskot.

Í liði Færeyja voru Óli Mittún, Elías Ellefsen og Rói Ellefsen allir með fjögur mörk. Pauli Jacobsen og Nicholas Satchwell vörðu báðir fimm skot í liði Færeyja.

Íslenska liðið syngur þjóðsönginn fyrir leik.
Íslenska liðið syngur þjóðsönginn fyrir leik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðin mætast að nýju á morgun og fer leikurinn fram kl 17:30 í Laugardalshöll.  

Ísland 39:24 Færeyjar opna loka
60. mín. Ísak Vedelsböl (Færeyjar) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert