Eyjakonur aftur á sigurbraut

Sara Dröfn Ríkharðsdóttir sækir að marki Akureyringa.
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir sækir að marki Akureyringa. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Mikið er um meiðsli í herbúðum ÍBV sem stendur í ströngu í Olísdeild kvenna í handknattleik en þær létu það ekki stöðva sig í dag þegar liðið tók á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Sunna Jónsdóttir lék best allra og skoraði átta mörk, sjö þeirra í fyrri þar sem hún kláraði leikinn. Lokatölur 25:16 eftir að staðan var 14:8 í hálfleik.

ÍBV er nú með tíu stig í þriðja sæti en KA/Þór er í sjötta með fimm. 

Sunna var markahæst í fyrri hálfleik með sjö mörk, ekkert þeirra af vítalínunni og mörg þeirra upp á eigin spýtur. Markverðir liðanna Marta Wawrzynkowska og Matea Lonac voru öflugar í fyrri hálfleik en Marta varði sex af þeim 14 skotum sem rötuðu á mark ÍBV og Matea varði fimm. 

Marta varði fjórtán skot áður en henni var skipt útaf eftir 50 mínútna leik þegar staðan var 22:11.

Í báðum liðum komust einungis fjórir leikmenn á blað í fyrri hálfleiknum en þrátt fyrir það voru liðin að leyfa mörgum leikmönnum að spreyta sig.

ÍBV gaf í strax í upphafi og komust í 9:4 áður en gestirnir tóku sitt fyrsta leikhlé, eftir það leikhlé komst örlítið jafnvægi á leikinn og leiddu ÍBV með 4-6 mörkum fram að hálfleik.

Gestirnir hófu seinni hálfleikinn á að minnka muninn í fimm mörk en þær komust ekki nær. Marta læsti markinu og náðu Eyjakonur að skora í svo til hverri sókn. Það gerði eftirleikinn virkilega auðveldann en munurinn varð mestur 11 mörk og lokatölur 25:16.

ÍBV mætir næst Haukum í Hafnarfirði en KA/Þór fær Val í heimsókn. 

ÍBV 25:16 KA/Þór opna loka
60. mín. Isabella Fraga (KA/Þór) fiskar víti Isabella komið frábærlega inn í þetta undir lokin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert