„Í dag vantaði mörkin“

Arna messar yfir mannskapnum í Eyjum í dag.
Arna messar yfir mannskapnum í Eyjum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Arna Val­gerður Erl­ings­dótt­ir, þjálf­ari KA/Þ​órs var ekki ánægð með vörn og færa­nýt­ingu síns liðs í dag er liðið mætti á heima­völl deild­ar- og bikar­meist­ara ÍBV í Vest­manna­eyj­um.

Fyr­ir leik­inn í dag hafði KA/Þ​ór unnið tvo síðustu deild­ar­leiki; útisig­ur á Fram og heima­sig­ur gegn Aft­ur­eld­ingu. Loka­töl­ur í dag þó 25:16 fyr­ir ÍBV sem komst aft­ur á sig­ur­braut eft­ir þrjá tap­leiki í röð.

Vantaði ekki fær­in

„Mér fannst sókn­ar­leik­ur­inn fínn á köfl­um miðað við það að við erum oft í basli við að skora mörk. Í dag vantaði mörk­in, ekki fær­in,“ sagði Arna þegar hún var spurð að því af hverju henn­ar lið hefði tapað í dag, en Marta Wawrzynkowska átti magnaðan leik í marki ÍBV og varði 56% skota sem rötuðu á mark henn­ar.

„Hún varði vel, það er erfitt þegar maður er með ungt lið þegar hún fer að verja. Leik­menn­irn­ir finna ekki sjálfs­traustið og við náðum erfiðlega að opna marka­reikn­ing­inn aft­ur. Við vor­um rag­ar und­ir lok­in að skjóta á hana.“

Viss­um að hún myndi draga vagn­inn

Sunna Jóns­dótt­ir átti flott­an leik í liði ÍBV og þá sér­stak­lega í fyrri hálfleik, það gekk illa hjá KA/Þ​ór að stöðva hana.

„Sunna var góð í dag en varn­ar­leik­ur­inn okk­ar var ekki nógu virk­ur, við höfðum al­veg rætt hvernig átti að stöðva Sunnu, við viss­um að hún myndi draga vagn­inn. Við stig­um ekki nóg í hana og það var alltof oft sem hún var að skjóta frítt.“

Arna sagði sitt lið ekki þekkt fyr­ir að skora mörg mörk en það geti yf­ir­leitt spilað góða vörn.

„Þess vegna er marka­skorið yf­ir­leitt lágt í okk­ar leikj­um en í dag klikk­um við aðeins á báðum end­um vall­ar­ins.“

Þrátt fyr­ir að ÍBV séu ríkj­andi deild­ar- og bikar­meist­ar­ar þá hef­ur ekki gengið vel hjá þeim í síðustu leikj­um en fannst Örnu vera tæki­færi að taka stig­in tvö í dag?

„Al­veg 100% við ætluðum að vinna hér í dag. Við meg­um aldrei hætta, við lent­um fimm mörk­um und­ir gegn Fram í síðasta leik og náðum að vinna það upp, fyr­ir okk­ur skipt­ir það mestu máli að gef­ast ekki upp. Mér fannst við ekki gef­ast upp í dag en þetta gekk ekki hjá okk­ur.“

Mark­miðin ekk­ert breyst

Það kom­ast bara fjór­ir leik­menn á blað hjá KA/Þ​ór í dag þangað til að nokkr­ar mín­út­ur eru eft­ir þegar Isa­bella Fraga komst í ein­hvern gír og skoraði fjög­ur mörk. Hvað vantaði upp á í því?

„Nýta fær­in, horna­menn­irn­ir okk­ar eru með 1 mark úr 7 skot­um í dag. Ef þær hefðu skorað þá vær­um við með fleiri marka­skor­ara. Það vita það all­ir sem spila hand­bolta að það ger­ist mjög oft, í dag átti hún góðan leik og við vor­um að skjóta illa, næst er nýr leik­ur og þá núllstill­um við okk­ur,“ sagði Arna spurð út í það hvort þetta hefði mest verið í hausn­um á stelp­un­um þegar þær komust í færi gegn Mörtu í þess­um ham.

Hvernig finnst Örnu tíma­bilið hafa farið af stað og hafa mark­mið liðsins eitt­hvað breyst? 

„Mark­miðin hafa ekk­ert breyst, tíma­bilið hef­ur farið af stað eins og ég reiknaði með. Síðasta vika var rosa­lega flott hjá okk­ur og það hefði verið gott að fylgja því eft­ir með stigi eða tveim­ur í dag en við þurf­um að halda áfram. Það eru tveir leik­ir eft­ir fram að pásu, við ætl­um að sækja stig í þeim.“

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert